Sunday, July 20, 2014

Hvað er lífið ?

Hvað er lífið ?

Lífið er kærleikur.

Hver vera er kærleikur.

Guð er kærleikur.

Hvert og eitt okkar á að opinbera kærleika sinn.

Þannig líktumst við smám saman því fallegasta, bjartasta og kærleiksríkasta sem til er, Guði.

Vilt þú líkjast honum ?

Leitastu þá við að líkjast hegðun Jesús Krists, því hann sýndi hér á jörð eiginleika Guðs.

Megi Guð vera með þér á kærleiksbraut þinni.

Amen

Sunday, July 13, 2014

Guð er ást og kærleikur

Kærleikurinn er mestur. Það er ekkert æðra.

Kærleikur og ást eru í raun það sama.

Guð er ást og kærleikur.

Ást og kærleikur eru aðalsmerki Guðs.

Hvers vegna ?

Vegna þess að ekkert illt er til í ást og kærleika.



·         Kærleikurinn er langlyndur (þolinmóður)
·         Kærleikurinn er góðviljaður
·         Kærleikurinn öfundar ekki
·         Kærleikurinn er ekki raupsamur (talar ekki á óábyrgan hátt) 
·         Kærleikurinn hreykir sér ekki (montar sig ekki)
·         Kærleikurinn hegðar sér ekki ósæmilega
·         Kærleikurinn leitar ekki síns eigin (að geta glaðst með öðrum, unnt öðrum þess að blómstra og tekið sjálf gagnrýni.  Þannig getum við öll lifað og nærst í virðingu, friði og sannleika hvert með öðru)
·         Kærleikurinn reiðist ekki, er ekki langrækinn (fljótur að fyrirgefa)
·         Kærleikurinn gleðst ekki yfir óréttvísinni (óréttlæti), en samgleðst sannleikanum
·         Kærleikurinn breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt… (sem þýðir að kærleikurinn er eða kallar fram það besta í hverjum einstaklingi)
 

Er þetta ekki það sem við leytum eftir í fari annarra og óskum eftir í fari annarra ?

Eru þetta okkar gildi ?

Viljum við að þetta verði okkar gildi ?

Ef svarið er já, leytum þá eftir því hjá Guði að hann leiðbeini okkur á þeirri kærleiksbraut,

því hann gerir það ef við biðjum hann um það og ef á bak við það er einlæg ósk okkar til þess

að verða kærleiksríkar manneskjur sem elskum bæði, okkur sjálf, og alla aðra.

Monday, July 7, 2014

Hver erum við?

Hver erum við?

Við erum andlegar sálir í veraldlegum líkama.

Andinn er tenging okkar við Guð og líkaminn er farartæki okkar á jörðinni.

Til þess að þroskast og dafna þurfum við að vera í sálartengingu okkar við Almættið.

Það er hugur okkar, hjarta og sál sem eru lykilatriði kærleikans, umburðarlyndisins og velvildarinnar.

Þau eru tenging okkar við almáttugann Guð og tilvistareiginleiki okkar.

Það er í gegnum bænir, hugleiðslu og vináttu við Guð sem við þróun tengingu okkar við hann.

Án hans erum við í raun ekkert.  Hann er lífstengingin okkar og þráður okkar, tenging okkar, við

alheiminn.

Bænir - hugsleiðsla/samvera við Guð - vinátta við Guð í formi þess að tala til hans í huga okkar - líf

okkar - alheimstenging - kærleikur - trú - von - tilvist - eining og samvera er í raun allt hið sama.