Sunday, July 13, 2014

Guð er ást og kærleikur

Kærleikurinn er mestur. Það er ekkert æðra.

Kærleikur og ást eru í raun það sama.

Guð er ást og kærleikur.

Ást og kærleikur eru aðalsmerki Guðs.

Hvers vegna ?

Vegna þess að ekkert illt er til í ást og kærleika.



·         Kærleikurinn er langlyndur (þolinmóður)
·         Kærleikurinn er góðviljaður
·         Kærleikurinn öfundar ekki
·         Kærleikurinn er ekki raupsamur (talar ekki á óábyrgan hátt) 
·         Kærleikurinn hreykir sér ekki (montar sig ekki)
·         Kærleikurinn hegðar sér ekki ósæmilega
·         Kærleikurinn leitar ekki síns eigin (að geta glaðst með öðrum, unnt öðrum þess að blómstra og tekið sjálf gagnrýni.  Þannig getum við öll lifað og nærst í virðingu, friði og sannleika hvert með öðru)
·         Kærleikurinn reiðist ekki, er ekki langrækinn (fljótur að fyrirgefa)
·         Kærleikurinn gleðst ekki yfir óréttvísinni (óréttlæti), en samgleðst sannleikanum
·         Kærleikurinn breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt… (sem þýðir að kærleikurinn er eða kallar fram það besta í hverjum einstaklingi)
 

Er þetta ekki það sem við leytum eftir í fari annarra og óskum eftir í fari annarra ?

Eru þetta okkar gildi ?

Viljum við að þetta verði okkar gildi ?

Ef svarið er já, leytum þá eftir því hjá Guði að hann leiðbeini okkur á þeirri kærleiksbraut,

því hann gerir það ef við biðjum hann um það og ef á bak við það er einlæg ósk okkar til þess

að verða kærleiksríkar manneskjur sem elskum bæði, okkur sjálf, og alla aðra.

No comments:

Post a Comment