Sunday, August 24, 2014

Góði Guð hver er sannleikurinn.



Góð Guð hver er sannleikurinn ?

Sannleikurinn er það sem raunverulega er.

Það sem við sjáum með berum augum og það sem við heyrum með eyrunum er ekki endilega sannleikurinn. Það er mikil villa í kringum okkur og margt sem villir okkur leið.

Sjón okkar er oft blinduð af sjónvillum og heyrn okkar er oft blinduð af heyrnarvillum.

Við sjáum og heyrum stundum bara það sem við viljum sjá og heyra, það sem hentar okkur að sjá og heyra.

Við gleymum oft að leita sannleikans!

Það er í öllum tilvikum aðeins ein leið til að skynja sannleikann, sjá hann og heyra, og það er í gegnum Jesús Krist og Heilagann Anda sem Guð sendi, í Jesús nafni, til jarðarinnar eftir að Jesús Kristur settist við hlið Guðs á himnum eftir að hafa dvalið í andalíki hér á jörð í 40 daga eftir eigin upprisu.

Hvernig vitum við sannleikann ?

Með því að leita til Guðs í bæn: "Elsku Guð/Kæri Guð/kæra almætti/Almáttugur Guð . . . (lögð inn fyrirspurn um eitthvað og/eða beðið um leiðsögn í einhverju) . . . Í Jesús nafni, Amen (alltaf þarf að enda á þessum texta því að enginn kemst til Guðs nema í gegnum Jesús eða eins og segir í Biblíunni: "Enginn kemur til föður míns nema fyrir mig".  Það að biðja Guð um eitthvað í nafni Jesús er í raun aðgangslykillinn að Guði og Guðríki. Jesús er lykillinn (aðgangurinn ) að Guði.

Í upphafi var orðið og orðið var Guð.

Guðsorð og okkar samtal við Guð í gegnum Jesús Krist er upphaf alls sem er.

Megi Guð vísa þér veginn í öllu, bæði stóru og smáu, í þínu lífi.

Því mundu að það er allt í lagi að leyta til Guðs með það sem okkur finnst lítilvæg atriði.

Börnin okkar leyta til okkar ef þeim vantar svör við spurningum heimsins og ef þau meiða sig
í puttanum. Við getum einnig leitað til föður okkar, Guðs, með allt milli himins og jarðar sem okkur vantar svör við, leiðsögn með og stuðning við.

Í Jesús nafni, Amen.









No comments:

Post a Comment