Sunday, August 17, 2014

Hvað gefur lífinu gildi?

Hvað gefur lífinu gildi?

Kærleikur, bara kærleikur - allt annað er bara hjóm.

Hvernig birtist kærleikur?

Birtingarmynd kærleiksins er að huga að öðrum, veita því aðhygli hvernig aðrir hafa það.

Það er andstæðan við égoisma!

Égoismi er ég, um mig, frá mér, til mín.

Við þurfum að huga að okkur, okkar þörfum og skipulagi og framgangi okkar lífs.

Og við getum gert það mjög vel í sjálfu sér

en við getum gert það enn betur með því að gefa af okkur.

Það er hægt að æfa sig í því að gefa af sér með því að hugsa út í það daglega

"Hvernig get ég gefið af mér í dag?"

"Hverjum get ég gefið eitthvað í dag?"

Það þarf ekki að vera annað en fallegt bros!

Hvernig væri að byrja að prufa að vera ennþá kærleiksríkari á morgun en í gær?

Leyfðu þér að finna hvernig líðan þín breytist þegar dögunum fjölgar!


Vertu skínandi kærleikur.

No comments:

Post a Comment