Sunday, April 27, 2014

 
 
 
 
Öll fögnum við sumri og sól, ljós og fegurð
náttúrunnar þegar hún vaknar af vetrardvala.
Guð vill að við séum eins og skínandi sól og að
við vöxum og döfnum eins og jurtir jarðar að vori til.
 
Vilt þú leyfa Guði að vera sólin í lífi þínu,
rækta þig og gefa þér Guðdómlega fegurð?
Þú getur leyft honum það með bænum þínum
til Hans...Hann bíður eftir því að heyra frá
þér hvort hann megi næra sál þína og
líkama þinn með ljósi sínu og kærleik!
 
Megi GLEÐI og GÆFA GUÐS fylgja þér í sumar,
Gleðilegt sumar
* * *

Sunday, April 20, 2014

Upprisa Jesús Krists er okkar von
 
Upprisa Jesús Krists á Páskadag markar tímamót í tilveru okkar; von um eilíft líf.
Tímatal okkar byrjaði þegar Jesús Kristur fæddist,en síðan eru liðin 2014 ár. 
Von okkar fæddist þegarJesús Kristur reis upp frá dauðum og sendi okkur
heilagann anda í sinn stað.  Allar okkar bænir eiga aðenda á orðunum;
"Í Jesús nafni, Amen"
vegna þessað Jesús er tengiliður okkar við Guð almáttugan.
Jesús sagði, meðan hann gekk meðal vor og kenndium og upp úr árinu 30,:
"Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig". 
Þetta þýðir að lykillinn að Guði/hurðin að húsi Guðs er í gegnum Jesús.
Þess vegna segjum við: "Í Jesús nafni" en það þýðir að við trúum því að
Jesús hafi dáið til að veita okkur eilíft líf. 
Amen þýðir: "Megi svo verða"
sem merkir að við biðjum þess að við verðum bænheyrð í bænum okkar
af Guði drottni alls sem er.

Páskadagur er hátíðisdagur; dagur vonar og trúar;
Þann dag og reyndar alla daga staðfestum við TRÚokkar á Jesús og Guð
með því að trúa því að Jesús hafi gengið hér á jörðinni og að hann
hafi dáið fyrir okkur á krossinum. VON okkar byggist á trú okkar um að ef
við breytum rétt þá eigum við VON um eilíft líf í nýjum PARADÍSARHEIMI GUÐS.
* * *
Gleðilega páskahátíð
* * *

Sunday, April 13, 2014


Kæri lesandi,


Ef við hvorki sjáum né heyrum Guð þá erum við ekki í tengingu við Guð, svo einfalt er það.

Við verðum að leggja okkur fram um að heyra hans orð, skynja hvenær umhverfið talað til okkur í gegnum hann, hvenær hann reynir að ná til okkar með því að sýna okkur eða láta okkur heyra það sem er til góðs fyrir okkur.
Flest treystum við vinum okkar og byggist það á því að við þekkjum vini okkar - höfum myndað vinasamband við þá og leitum til þeirra varðandi ráðgjöf, álit og stuðningi.  Það sama gildir með samband okkar við Guð. Til þess að traust myndist frá okkar hendi til Guðs þá verðum við að byggja uppp "vinasamband" við hann.  Vinasambandið byggist upp með samvistum við Guð. Samvistir við Guð geta verið í ýmsu formi; bænum til hans, með því að biðja fyrir öðrum og með því að vera samvistum með honum í þögn, hugleiðslu, t.d. krisinni íhugun. 



Hægt er að læra kristna íhugun á nokkrum stöðum. Sjá heimasíðun kristinnar íhugunar á Íslandi: www.kristinihugun.is

Megir þú kæri lesandi njóta þeirrar blessunar og leyfa þér að nálgst Guð með vináttu, heilun og blessun í huga. Hann er til staðar fyrir þig ef þú leyfir honum að koma inn í líf þitt. Þú hefur engu að tapa og ALLT að vinna.  Ég lofa þér því að þú finnur muninn á því að ganga með Guði (hafa Guð í lífi þínu) og á því lífi sem þú lifaðir án hans.



Megi Guð verða þinn samverðamaður og velgjörðarmaður,
Kærleiksríkar kveðjur, Maria

Sunday, April 6, 2014

Kærleikur

Kærleikurinn er þolinmóður. Guð er kærleikur - Guð er þolinmóður. Guð gefur okkur svigrúm og bíður þolinmóður eftir því að við komum til hans. Sýnum öðrum þolinmæði og biðjum aðra um að sýna okkur þolinmæði. Allt hefur sinn tíma. Allir þurfa sinn tíma til þess að gera það sem þeir eru að gera, allir gera hlutina misjafnlega hratt. Á meðan að góður hugur er á bak við það sem verið er að gera í það og það skiptið þá verða allir að sýna hver öðrum þolinmæði á meðan að verkið er unnið.

Verkið getur verið heima við, í vinnunni, á meðal vina og/eða ættingja.

Sýnum kærleiki í verki með því að vera þolinmóð; veita öðrum frið til þess að ljúka sínum verkum á þeim tíma sem aðstæður, persónuleiki, kunnátta, þekking og jákvæð vinna við verkið krefst.

Guð er þolinmóður og hans vilja er að við séum sem líkust honum. 

Gefum öðrum því þolinmóðann kærleik.

Gangið á Guðs "þolinmóðum" vegum og sjáðu frið færast yfir líf þitt!