Sunday, April 13, 2014


Kæri lesandi,


Ef við hvorki sjáum né heyrum Guð þá erum við ekki í tengingu við Guð, svo einfalt er það.

Við verðum að leggja okkur fram um að heyra hans orð, skynja hvenær umhverfið talað til okkur í gegnum hann, hvenær hann reynir að ná til okkar með því að sýna okkur eða láta okkur heyra það sem er til góðs fyrir okkur.
Flest treystum við vinum okkar og byggist það á því að við þekkjum vini okkar - höfum myndað vinasamband við þá og leitum til þeirra varðandi ráðgjöf, álit og stuðningi.  Það sama gildir með samband okkar við Guð. Til þess að traust myndist frá okkar hendi til Guðs þá verðum við að byggja uppp "vinasamband" við hann.  Vinasambandið byggist upp með samvistum við Guð. Samvistir við Guð geta verið í ýmsu formi; bænum til hans, með því að biðja fyrir öðrum og með því að vera samvistum með honum í þögn, hugleiðslu, t.d. krisinni íhugun. 



Hægt er að læra kristna íhugun á nokkrum stöðum. Sjá heimasíðun kristinnar íhugunar á Íslandi: www.kristinihugun.is

Megir þú kæri lesandi njóta þeirrar blessunar og leyfa þér að nálgst Guð með vináttu, heilun og blessun í huga. Hann er til staðar fyrir þig ef þú leyfir honum að koma inn í líf þitt. Þú hefur engu að tapa og ALLT að vinna.  Ég lofa þér því að þú finnur muninn á því að ganga með Guði (hafa Guð í lífi þínu) og á því lífi sem þú lifaðir án hans.



Megi Guð verða þinn samverðamaður og velgjörðarmaður,
Kærleiksríkar kveðjur, Maria

No comments:

Post a Comment