Sunday, April 6, 2014

Kærleikur

Kærleikurinn er þolinmóður. Guð er kærleikur - Guð er þolinmóður. Guð gefur okkur svigrúm og bíður þolinmóður eftir því að við komum til hans. Sýnum öðrum þolinmæði og biðjum aðra um að sýna okkur þolinmæði. Allt hefur sinn tíma. Allir þurfa sinn tíma til þess að gera það sem þeir eru að gera, allir gera hlutina misjafnlega hratt. Á meðan að góður hugur er á bak við það sem verið er að gera í það og það skiptið þá verða allir að sýna hver öðrum þolinmæði á meðan að verkið er unnið.

Verkið getur verið heima við, í vinnunni, á meðal vina og/eða ættingja.

Sýnum kærleiki í verki með því að vera þolinmóð; veita öðrum frið til þess að ljúka sínum verkum á þeim tíma sem aðstæður, persónuleiki, kunnátta, þekking og jákvæð vinna við verkið krefst.

Guð er þolinmóður og hans vilja er að við séum sem líkust honum. 

Gefum öðrum því þolinmóðann kærleik.

Gangið á Guðs "þolinmóðum" vegum og sjáðu frið færast yfir líf þitt!

No comments:

Post a Comment