Sunday, April 20, 2014

Upprisa Jesús Krists er okkar von
 
Upprisa Jesús Krists á Páskadag markar tímamót í tilveru okkar; von um eilíft líf.
Tímatal okkar byrjaði þegar Jesús Kristur fæddist,en síðan eru liðin 2014 ár. 
Von okkar fæddist þegarJesús Kristur reis upp frá dauðum og sendi okkur
heilagann anda í sinn stað.  Allar okkar bænir eiga aðenda á orðunum;
"Í Jesús nafni, Amen"
vegna þessað Jesús er tengiliður okkar við Guð almáttugan.
Jesús sagði, meðan hann gekk meðal vor og kenndium og upp úr árinu 30,:
"Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig". 
Þetta þýðir að lykillinn að Guði/hurðin að húsi Guðs er í gegnum Jesús.
Þess vegna segjum við: "Í Jesús nafni" en það þýðir að við trúum því að
Jesús hafi dáið til að veita okkur eilíft líf. 
Amen þýðir: "Megi svo verða"
sem merkir að við biðjum þess að við verðum bænheyrð í bænum okkar
af Guði drottni alls sem er.

Páskadagur er hátíðisdagur; dagur vonar og trúar;
Þann dag og reyndar alla daga staðfestum við TRÚokkar á Jesús og Guð
með því að trúa því að Jesús hafi gengið hér á jörðinni og að hann
hafi dáið fyrir okkur á krossinum. VON okkar byggist á trú okkar um að ef
við breytum rétt þá eigum við VON um eilíft líf í nýjum PARADÍSARHEIMI GUÐS.
* * *
Gleðilega páskahátíð
* * *

No comments:

Post a Comment