Monday, September 15, 2014

Ó blessuð vertu sumarsól

Ó blessuð vertu sumarsól, söng ljóðskáldið okkar Páll Ólafsson.

Sólin gefur okkur líf; geislar hennar hita okkur svo við getum lifað

Sólin gefur okkur ljós. Ljós hennar getur okkur ljós!

Sólin gefur okkur gleði. Gleði ríkir þar sem sólin skín!

Sólin er blessun Guðs til að gefa okkur líf, ljós og gleði.

Amen

Sunday, August 24, 2014

Góði Guð hver er sannleikurinn.



Góð Guð hver er sannleikurinn ?

Sannleikurinn er það sem raunverulega er.

Það sem við sjáum með berum augum og það sem við heyrum með eyrunum er ekki endilega sannleikurinn. Það er mikil villa í kringum okkur og margt sem villir okkur leið.

Sjón okkar er oft blinduð af sjónvillum og heyrn okkar er oft blinduð af heyrnarvillum.

Við sjáum og heyrum stundum bara það sem við viljum sjá og heyra, það sem hentar okkur að sjá og heyra.

Við gleymum oft að leita sannleikans!

Það er í öllum tilvikum aðeins ein leið til að skynja sannleikann, sjá hann og heyra, og það er í gegnum Jesús Krist og Heilagann Anda sem Guð sendi, í Jesús nafni, til jarðarinnar eftir að Jesús Kristur settist við hlið Guðs á himnum eftir að hafa dvalið í andalíki hér á jörð í 40 daga eftir eigin upprisu.

Hvernig vitum við sannleikann ?

Með því að leita til Guðs í bæn: "Elsku Guð/Kæri Guð/kæra almætti/Almáttugur Guð . . . (lögð inn fyrirspurn um eitthvað og/eða beðið um leiðsögn í einhverju) . . . Í Jesús nafni, Amen (alltaf þarf að enda á þessum texta því að enginn kemst til Guðs nema í gegnum Jesús eða eins og segir í Biblíunni: "Enginn kemur til föður míns nema fyrir mig".  Það að biðja Guð um eitthvað í nafni Jesús er í raun aðgangslykillinn að Guði og Guðríki. Jesús er lykillinn (aðgangurinn ) að Guði.

Í upphafi var orðið og orðið var Guð.

Guðsorð og okkar samtal við Guð í gegnum Jesús Krist er upphaf alls sem er.

Megi Guð vísa þér veginn í öllu, bæði stóru og smáu, í þínu lífi.

Því mundu að það er allt í lagi að leyta til Guðs með það sem okkur finnst lítilvæg atriði.

Börnin okkar leyta til okkar ef þeim vantar svör við spurningum heimsins og ef þau meiða sig
í puttanum. Við getum einnig leitað til föður okkar, Guðs, með allt milli himins og jarðar sem okkur vantar svör við, leiðsögn með og stuðning við.

Í Jesús nafni, Amen.









Sunday, August 17, 2014

Hvað gefur lífinu gildi?

Hvað gefur lífinu gildi?

Kærleikur, bara kærleikur - allt annað er bara hjóm.

Hvernig birtist kærleikur?

Birtingarmynd kærleiksins er að huga að öðrum, veita því aðhygli hvernig aðrir hafa það.

Það er andstæðan við égoisma!

Égoismi er ég, um mig, frá mér, til mín.

Við þurfum að huga að okkur, okkar þörfum og skipulagi og framgangi okkar lífs.

Og við getum gert það mjög vel í sjálfu sér

en við getum gert það enn betur með því að gefa af okkur.

Það er hægt að æfa sig í því að gefa af sér með því að hugsa út í það daglega

"Hvernig get ég gefið af mér í dag?"

"Hverjum get ég gefið eitthvað í dag?"

Það þarf ekki að vera annað en fallegt bros!

Hvernig væri að byrja að prufa að vera ennþá kærleiksríkari á morgun en í gær?

Leyfðu þér að finna hvernig líðan þín breytist þegar dögunum fjölgar!


Vertu skínandi kærleikur.

Sunday, July 20, 2014

Hvað er lífið ?

Hvað er lífið ?

Lífið er kærleikur.

Hver vera er kærleikur.

Guð er kærleikur.

Hvert og eitt okkar á að opinbera kærleika sinn.

Þannig líktumst við smám saman því fallegasta, bjartasta og kærleiksríkasta sem til er, Guði.

Vilt þú líkjast honum ?

Leitastu þá við að líkjast hegðun Jesús Krists, því hann sýndi hér á jörð eiginleika Guðs.

Megi Guð vera með þér á kærleiksbraut þinni.

Amen

Sunday, July 13, 2014

Guð er ást og kærleikur

Kærleikurinn er mestur. Það er ekkert æðra.

Kærleikur og ást eru í raun það sama.

Guð er ást og kærleikur.

Ást og kærleikur eru aðalsmerki Guðs.

Hvers vegna ?

Vegna þess að ekkert illt er til í ást og kærleika.



·         Kærleikurinn er langlyndur (þolinmóður)
·         Kærleikurinn er góðviljaður
·         Kærleikurinn öfundar ekki
·         Kærleikurinn er ekki raupsamur (talar ekki á óábyrgan hátt) 
·         Kærleikurinn hreykir sér ekki (montar sig ekki)
·         Kærleikurinn hegðar sér ekki ósæmilega
·         Kærleikurinn leitar ekki síns eigin (að geta glaðst með öðrum, unnt öðrum þess að blómstra og tekið sjálf gagnrýni.  Þannig getum við öll lifað og nærst í virðingu, friði og sannleika hvert með öðru)
·         Kærleikurinn reiðist ekki, er ekki langrækinn (fljótur að fyrirgefa)
·         Kærleikurinn gleðst ekki yfir óréttvísinni (óréttlæti), en samgleðst sannleikanum
·         Kærleikurinn breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt… (sem þýðir að kærleikurinn er eða kallar fram það besta í hverjum einstaklingi)
 

Er þetta ekki það sem við leytum eftir í fari annarra og óskum eftir í fari annarra ?

Eru þetta okkar gildi ?

Viljum við að þetta verði okkar gildi ?

Ef svarið er já, leytum þá eftir því hjá Guði að hann leiðbeini okkur á þeirri kærleiksbraut,

því hann gerir það ef við biðjum hann um það og ef á bak við það er einlæg ósk okkar til þess

að verða kærleiksríkar manneskjur sem elskum bæði, okkur sjálf, og alla aðra.

Monday, July 7, 2014

Hver erum við?

Hver erum við?

Við erum andlegar sálir í veraldlegum líkama.

Andinn er tenging okkar við Guð og líkaminn er farartæki okkar á jörðinni.

Til þess að þroskast og dafna þurfum við að vera í sálartengingu okkar við Almættið.

Það er hugur okkar, hjarta og sál sem eru lykilatriði kærleikans, umburðarlyndisins og velvildarinnar.

Þau eru tenging okkar við almáttugann Guð og tilvistareiginleiki okkar.

Það er í gegnum bænir, hugleiðslu og vináttu við Guð sem við þróun tengingu okkar við hann.

Án hans erum við í raun ekkert.  Hann er lífstengingin okkar og þráður okkar, tenging okkar, við

alheiminn.

Bænir - hugsleiðsla/samvera við Guð - vinátta við Guð í formi þess að tala til hans í huga okkar - líf

okkar - alheimstenging - kærleikur - trú - von - tilvist - eining og samvera er í raun allt hið sama.


Sunday, June 29, 2014

Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið

Þú sérð það sem þú vilt sjá.
Það er alltaf þannig.

Við getum litið undan,
en það er aldrei rétta leiðin.

Við verðum að horfast í augu
við raunveruleikann eins og hann er,
hverju sinni.

Guð er tilbúinn til þess að sýna okkur
sannleikann ef við viljum sjá hann.

Ert þú tilbúin til þess að biðja almættið
að sýna þér hver sannleikurinn er
í þínu lífi?

Í öllum þínum aðstæðum?

Leitið og þér munuð finna. 
Knýjið á og fyrir yður mun upplokið verða.

Já, spyrðu í bænum þínum og þú færð svör.


Við getum ekki lifað lífinu á réttann hátt nema
lifa í sannleikanum, á vegferð okkar, fyrir náð Jesús.

Jesús sagði: "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið."

Þessvegna endum við allar bænir okkar á orðunum;

Í Jesús nafni, Amen.