Monday, September 15, 2014

Ó blessuð vertu sumarsól

Ó blessuð vertu sumarsól, söng ljóðskáldið okkar Páll Ólafsson.

Sólin gefur okkur líf; geislar hennar hita okkur svo við getum lifað

Sólin gefur okkur ljós. Ljós hennar getur okkur ljós!

Sólin gefur okkur gleði. Gleði ríkir þar sem sólin skín!

Sólin er blessun Guðs til að gefa okkur líf, ljós og gleði.

Amen

Sunday, August 24, 2014

Góði Guð hver er sannleikurinn.



Góð Guð hver er sannleikurinn ?

Sannleikurinn er það sem raunverulega er.

Það sem við sjáum með berum augum og það sem við heyrum með eyrunum er ekki endilega sannleikurinn. Það er mikil villa í kringum okkur og margt sem villir okkur leið.

Sjón okkar er oft blinduð af sjónvillum og heyrn okkar er oft blinduð af heyrnarvillum.

Við sjáum og heyrum stundum bara það sem við viljum sjá og heyra, það sem hentar okkur að sjá og heyra.

Við gleymum oft að leita sannleikans!

Það er í öllum tilvikum aðeins ein leið til að skynja sannleikann, sjá hann og heyra, og það er í gegnum Jesús Krist og Heilagann Anda sem Guð sendi, í Jesús nafni, til jarðarinnar eftir að Jesús Kristur settist við hlið Guðs á himnum eftir að hafa dvalið í andalíki hér á jörð í 40 daga eftir eigin upprisu.

Hvernig vitum við sannleikann ?

Með því að leita til Guðs í bæn: "Elsku Guð/Kæri Guð/kæra almætti/Almáttugur Guð . . . (lögð inn fyrirspurn um eitthvað og/eða beðið um leiðsögn í einhverju) . . . Í Jesús nafni, Amen (alltaf þarf að enda á þessum texta því að enginn kemst til Guðs nema í gegnum Jesús eða eins og segir í Biblíunni: "Enginn kemur til föður míns nema fyrir mig".  Það að biðja Guð um eitthvað í nafni Jesús er í raun aðgangslykillinn að Guði og Guðríki. Jesús er lykillinn (aðgangurinn ) að Guði.

Í upphafi var orðið og orðið var Guð.

Guðsorð og okkar samtal við Guð í gegnum Jesús Krist er upphaf alls sem er.

Megi Guð vísa þér veginn í öllu, bæði stóru og smáu, í þínu lífi.

Því mundu að það er allt í lagi að leyta til Guðs með það sem okkur finnst lítilvæg atriði.

Börnin okkar leyta til okkar ef þeim vantar svör við spurningum heimsins og ef þau meiða sig
í puttanum. Við getum einnig leitað til föður okkar, Guðs, með allt milli himins og jarðar sem okkur vantar svör við, leiðsögn með og stuðning við.

Í Jesús nafni, Amen.









Sunday, August 17, 2014

Hvað gefur lífinu gildi?

Hvað gefur lífinu gildi?

Kærleikur, bara kærleikur - allt annað er bara hjóm.

Hvernig birtist kærleikur?

Birtingarmynd kærleiksins er að huga að öðrum, veita því aðhygli hvernig aðrir hafa það.

Það er andstæðan við égoisma!

Égoismi er ég, um mig, frá mér, til mín.

Við þurfum að huga að okkur, okkar þörfum og skipulagi og framgangi okkar lífs.

Og við getum gert það mjög vel í sjálfu sér

en við getum gert það enn betur með því að gefa af okkur.

Það er hægt að æfa sig í því að gefa af sér með því að hugsa út í það daglega

"Hvernig get ég gefið af mér í dag?"

"Hverjum get ég gefið eitthvað í dag?"

Það þarf ekki að vera annað en fallegt bros!

Hvernig væri að byrja að prufa að vera ennþá kærleiksríkari á morgun en í gær?

Leyfðu þér að finna hvernig líðan þín breytist þegar dögunum fjölgar!


Vertu skínandi kærleikur.

Sunday, July 20, 2014

Hvað er lífið ?

Hvað er lífið ?

Lífið er kærleikur.

Hver vera er kærleikur.

Guð er kærleikur.

Hvert og eitt okkar á að opinbera kærleika sinn.

Þannig líktumst við smám saman því fallegasta, bjartasta og kærleiksríkasta sem til er, Guði.

Vilt þú líkjast honum ?

Leitastu þá við að líkjast hegðun Jesús Krists, því hann sýndi hér á jörð eiginleika Guðs.

Megi Guð vera með þér á kærleiksbraut þinni.

Amen

Sunday, July 13, 2014

Guð er ást og kærleikur

Kærleikurinn er mestur. Það er ekkert æðra.

Kærleikur og ást eru í raun það sama.

Guð er ást og kærleikur.

Ást og kærleikur eru aðalsmerki Guðs.

Hvers vegna ?

Vegna þess að ekkert illt er til í ást og kærleika.



·         Kærleikurinn er langlyndur (þolinmóður)
·         Kærleikurinn er góðviljaður
·         Kærleikurinn öfundar ekki
·         Kærleikurinn er ekki raupsamur (talar ekki á óábyrgan hátt) 
·         Kærleikurinn hreykir sér ekki (montar sig ekki)
·         Kærleikurinn hegðar sér ekki ósæmilega
·         Kærleikurinn leitar ekki síns eigin (að geta glaðst með öðrum, unnt öðrum þess að blómstra og tekið sjálf gagnrýni.  Þannig getum við öll lifað og nærst í virðingu, friði og sannleika hvert með öðru)
·         Kærleikurinn reiðist ekki, er ekki langrækinn (fljótur að fyrirgefa)
·         Kærleikurinn gleðst ekki yfir óréttvísinni (óréttlæti), en samgleðst sannleikanum
·         Kærleikurinn breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt… (sem þýðir að kærleikurinn er eða kallar fram það besta í hverjum einstaklingi)
 

Er þetta ekki það sem við leytum eftir í fari annarra og óskum eftir í fari annarra ?

Eru þetta okkar gildi ?

Viljum við að þetta verði okkar gildi ?

Ef svarið er já, leytum þá eftir því hjá Guði að hann leiðbeini okkur á þeirri kærleiksbraut,

því hann gerir það ef við biðjum hann um það og ef á bak við það er einlæg ósk okkar til þess

að verða kærleiksríkar manneskjur sem elskum bæði, okkur sjálf, og alla aðra.

Monday, July 7, 2014

Hver erum við?

Hver erum við?

Við erum andlegar sálir í veraldlegum líkama.

Andinn er tenging okkar við Guð og líkaminn er farartæki okkar á jörðinni.

Til þess að þroskast og dafna þurfum við að vera í sálartengingu okkar við Almættið.

Það er hugur okkar, hjarta og sál sem eru lykilatriði kærleikans, umburðarlyndisins og velvildarinnar.

Þau eru tenging okkar við almáttugann Guð og tilvistareiginleiki okkar.

Það er í gegnum bænir, hugleiðslu og vináttu við Guð sem við þróun tengingu okkar við hann.

Án hans erum við í raun ekkert.  Hann er lífstengingin okkar og þráður okkar, tenging okkar, við

alheiminn.

Bænir - hugsleiðsla/samvera við Guð - vinátta við Guð í formi þess að tala til hans í huga okkar - líf

okkar - alheimstenging - kærleikur - trú - von - tilvist - eining og samvera er í raun allt hið sama.


Sunday, June 29, 2014

Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið

Þú sérð það sem þú vilt sjá.
Það er alltaf þannig.

Við getum litið undan,
en það er aldrei rétta leiðin.

Við verðum að horfast í augu
við raunveruleikann eins og hann er,
hverju sinni.

Guð er tilbúinn til þess að sýna okkur
sannleikann ef við viljum sjá hann.

Ert þú tilbúin til þess að biðja almættið
að sýna þér hver sannleikurinn er
í þínu lífi?

Í öllum þínum aðstæðum?

Leitið og þér munuð finna. 
Knýjið á og fyrir yður mun upplokið verða.

Já, spyrðu í bænum þínum og þú færð svör.


Við getum ekki lifað lífinu á réttann hátt nema
lifa í sannleikanum, á vegferð okkar, fyrir náð Jesús.

Jesús sagði: "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið."

Þessvegna endum við allar bænir okkar á orðunum;

Í Jesús nafni, Amen. 





Sunday, June 22, 2014

Í upphafi var orðið og orðið var Guð.

Í upphafi var orðið og orðið var Guð.  
Orð eru til alls fyrst.  


Verði ljós og það varð ljós.  
Ljósið er lífið.  
Lífið er Guð.


Hvernig væri lífið án ljóssins?
Það væri ekkert líf ef ekki væri ljós!
Ef það er ekkert líf án ljóss
þá er ekkert líf án Guðs!


Leyfum Guði að gefa okkur líf
Leyfum Guði að gefa okkur ljós
Leyfum ljósinu að skína í lífi okkar
Leyfum Guði að lýsa líf okkar.


Gleði, gleði, gleði
Fylling - lífsfylling
Hamingja - Útopía
Hvar er hamingja?
Þar sem ljósið er!


Hvar er ljósið?
Þar sem Guð er!


Vilt þú hleypa ljósinu inn í þitt líf?


Guð kemur með það til þín,
þegar þú ert tilbúin að taka við því
Segðu bara; "Já takk Guð,
ég vil ljós þitt í mitt líf,
Í Jesús nafni, Amen."


Og þá kemur ljósið í þitt líf,
Orð eru til alls fyrst.
Orðið er ljós,
og ljósið er Guð.




22.06.2014. MJ.



Sunday, June 8, 2014

Hvítasunnudagur
Postulasagan 2:1-3
 
 
 
Þá er upp var runninn hvítasunnudagur, voru þeir allir saman komnir.
Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið, þar sem þeir voru.
Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra.
Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla.
Í Jerúsalem dvöldust Gyðingar, guðræknir menn, frá öllum löndum undir himninum.
Er þetta hljóð heyrðist, dreif að fjölda manns. Þeim brá mjög við, því að hver og einn heyrði þá mæla á sína tungu.
Þeir voru frá sér af undrun og sögðu: "Eru þetta ekki allt Galíleumenn, sem hér eru að tala?
Hvernig má það vera, að vér, hver og einn, heyrum þá tala vort eigið móðurmál?
Vér erum Partar, Medar og Elamítar, vér erum frá Mesópótamíu, Júdeu, Kappadókíu, Pontus og Asíu,
10 frá Frýgíu og Pamfýlíu, Egyptalandi og Líbýubyggðum við Kýrene, og vér, sem hingað erum fluttir frá Róm.
11 Hér eru bæði Gyðingar og þeir sem tekið hafa trú Gyðinga, Kríteyingar og Arabar. Vér heyrum þá tala á vorum tungum um stórmerki Guðs."
12 Þeir voru allir furðu lostnir og ráðalausir og sögðu hver við annan: "Hvað getur þetta verið?"
13 En aðrir höfðu að spotti og sögðu: "Þeir eru drukknir af sætu víni."
14 Þá steig Pétur fram og þeir ellefu, og hann hóf upp rödd sína og mælti til þeirra: "Gyðingar og allir þér Jerúsalembúar! Þetta skuluð þér vita. Ljáið eyru orðum mínum.
15 Eigi eru þessir menn drukknir, eins og þér ætlið, enda aðeins komin dagmál.
16 Hér er að rætast það, sem spámaðurinn Jóel segir:
17 Það mun verða á efstu dögum, segir Guð, að ég mun úthella anda mínum yfir alla menn. Synir yðar og dætur munu spá, ungmenni yðar munu sjá sýnir og gamalmenni yðar mun drauma dreyma.
18 Jafnvel yfir þræla mína og ambáttir mínar mun ég á þeim dögum úthella anda mínum, og þau munu spá.
19 Og ég mun láta undur verða á himnum uppi og tákn á jörðu niðri, blóð og eld og reykjarmökk.
20 Sólin mun snúast í myrkur og tunglið í blóð, áður dagur Drottins kemur, hinn mikli og dýrlegi.
21 En hver sá, sem ákallar nafn Drottins, mun frelsast.
22 Ísraelsmenn, heyrið þessi orð: Jesús frá Nasaret var maður, sem Guð sannaði yður með kraftaverkum, undrum og táknum, er Guð lét hann gjöra meðal yðar, eins og þér sjálfir vitið.
23 Hann var framseldur að fyrirhuguðu ráði Guðs og fyrirvitund, og þér létuð heiðna menn negla hann á kross og tókuð hann af lífi.
24 En Guð leysti hann úr nauðum dauðans og reisti hann upp, enda gat það aldrei orðið, að dauðinn fengi haldið honum,
25 því að Davíð segir um hann: Ávallt hafði ég Drottin fyrir augum mér, því að hann er mér til hægri hliðar, til þess að ég bifist ekki.
26 Fyrir því gladdist hjarta mitt, og tunga mín fagnaði. Meira að segja mun líkami minn hvílast í von.
27 Því að ekki munt þú skilja sálu mína eftir í helju og eigi láta þinn heilaga verða rotnun að bráð.
28 Kunna gjörðir þú mér lífsins vegu. Þú munt mig fögnuði fylla fyrir þínu augliti.
29 Bræður, óhikað get ég við yður talað um ættföðurinn Davíð. Hann dó og var grafinn, og leiði hans er til hér allt til þessa dags.
30 En hann var spámaður og vissi, að Guð hafði með eiði heitið honum að setja í hásæti hans einhvern niðja hans.
31 Því sá hann fyrir upprisu Krists og sagði: Ekki varð hann eftir skilinn í helju, og ekki varð líkami hans rotnun að bráð.
32 Þennan Jesú reisti Guð upp, og erum vér allir vottar þess.
33 Nú er hann upp hafinn til Guðs hægri handar og hefur af föðurnum tekið við heilögum anda, sem fyrirheitið var, og úthellt honum, eins og þér sjáið og heyrið.
34 Ekki steig Davíð upp til himna, en hann segir: Drottinn sagði við minn drottin: Set þig mér til hægri handar,
35 þangað til ég gjöri óvini þína að fótskör þinni.
36 Með öruggri vissu viti þá öll Ísraels ætt, að þennan Jesú, sem þér krossfestuð, hefur Guð gjört bæði að Drottni og Kristi."
37 Er þeir heyrðu þetta, var sem stungið væri í hjörtu þeirra, og þeir sögðu við Pétur og hina postulana: "Hvað eigum vér að gjöra, bræður?"
38 Pétur sagði við þá: "Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda.
39 Því að yður er ætlað fyrirheitið, börnum yðar og öllum þeim, sem í fjarlægð eru, öllum þeim, sem Drottinn Guð vor kallar til sín."
40 Og með öðrum fleiri orðum vitnaði hann, áminnti þá og sagði: "Látið frelsast frá þessari rangsnúnu kynslóð."
41 En þeir, sem veittu orði hans viðtöku, voru skírðir, og þann dag bættust við um þrjú þúsund sálir.
42 Þeir ræktu trúlega uppfræðslu postulanna og samfélagið, brotning brauðsins og bænirnar.
43 Ótta setti að hverjum manni, en mörg undur og tákn gjörðust fyrir hendur postulanna.
44 Allir þeir sem trúðu héldu hópinn og höfðu allt sameiginlegt.
45 Þeir seldu eignir sínar og fjármuni og skiptu meðal allra eftir því sem hver hafði þörf á.
46 Daglega komu þeir saman með einum huga í helgidóminum, þeir brutu brauð í heimahúsum, neyttu fæðu saman í fögnuði og einlægni hjartans.
47 Þeir lofuðu Guð og höfðu vinsældir af öllum. En Drottinn bætti daglega við í hópinn þeim, er frelsast létu.

Sunday, April 27, 2014

 
 
 
 
Öll fögnum við sumri og sól, ljós og fegurð
náttúrunnar þegar hún vaknar af vetrardvala.
Guð vill að við séum eins og skínandi sól og að
við vöxum og döfnum eins og jurtir jarðar að vori til.
 
Vilt þú leyfa Guði að vera sólin í lífi þínu,
rækta þig og gefa þér Guðdómlega fegurð?
Þú getur leyft honum það með bænum þínum
til Hans...Hann bíður eftir því að heyra frá
þér hvort hann megi næra sál þína og
líkama þinn með ljósi sínu og kærleik!
 
Megi GLEÐI og GÆFA GUÐS fylgja þér í sumar,
Gleðilegt sumar
* * *

Sunday, April 20, 2014

Upprisa Jesús Krists er okkar von
 
Upprisa Jesús Krists á Páskadag markar tímamót í tilveru okkar; von um eilíft líf.
Tímatal okkar byrjaði þegar Jesús Kristur fæddist,en síðan eru liðin 2014 ár. 
Von okkar fæddist þegarJesús Kristur reis upp frá dauðum og sendi okkur
heilagann anda í sinn stað.  Allar okkar bænir eiga aðenda á orðunum;
"Í Jesús nafni, Amen"
vegna þessað Jesús er tengiliður okkar við Guð almáttugan.
Jesús sagði, meðan hann gekk meðal vor og kenndium og upp úr árinu 30,:
"Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig". 
Þetta þýðir að lykillinn að Guði/hurðin að húsi Guðs er í gegnum Jesús.
Þess vegna segjum við: "Í Jesús nafni" en það þýðir að við trúum því að
Jesús hafi dáið til að veita okkur eilíft líf. 
Amen þýðir: "Megi svo verða"
sem merkir að við biðjum þess að við verðum bænheyrð í bænum okkar
af Guði drottni alls sem er.

Páskadagur er hátíðisdagur; dagur vonar og trúar;
Þann dag og reyndar alla daga staðfestum við TRÚokkar á Jesús og Guð
með því að trúa því að Jesús hafi gengið hér á jörðinni og að hann
hafi dáið fyrir okkur á krossinum. VON okkar byggist á trú okkar um að ef
við breytum rétt þá eigum við VON um eilíft líf í nýjum PARADÍSARHEIMI GUÐS.
* * *
Gleðilega páskahátíð
* * *

Sunday, April 13, 2014


Kæri lesandi,


Ef við hvorki sjáum né heyrum Guð þá erum við ekki í tengingu við Guð, svo einfalt er það.

Við verðum að leggja okkur fram um að heyra hans orð, skynja hvenær umhverfið talað til okkur í gegnum hann, hvenær hann reynir að ná til okkar með því að sýna okkur eða láta okkur heyra það sem er til góðs fyrir okkur.
Flest treystum við vinum okkar og byggist það á því að við þekkjum vini okkar - höfum myndað vinasamband við þá og leitum til þeirra varðandi ráðgjöf, álit og stuðningi.  Það sama gildir með samband okkar við Guð. Til þess að traust myndist frá okkar hendi til Guðs þá verðum við að byggja uppp "vinasamband" við hann.  Vinasambandið byggist upp með samvistum við Guð. Samvistir við Guð geta verið í ýmsu formi; bænum til hans, með því að biðja fyrir öðrum og með því að vera samvistum með honum í þögn, hugleiðslu, t.d. krisinni íhugun. 



Hægt er að læra kristna íhugun á nokkrum stöðum. Sjá heimasíðun kristinnar íhugunar á Íslandi: www.kristinihugun.is

Megir þú kæri lesandi njóta þeirrar blessunar og leyfa þér að nálgst Guð með vináttu, heilun og blessun í huga. Hann er til staðar fyrir þig ef þú leyfir honum að koma inn í líf þitt. Þú hefur engu að tapa og ALLT að vinna.  Ég lofa þér því að þú finnur muninn á því að ganga með Guði (hafa Guð í lífi þínu) og á því lífi sem þú lifaðir án hans.



Megi Guð verða þinn samverðamaður og velgjörðarmaður,
Kærleiksríkar kveðjur, Maria

Sunday, April 6, 2014

Kærleikur

Kærleikurinn er þolinmóður. Guð er kærleikur - Guð er þolinmóður. Guð gefur okkur svigrúm og bíður þolinmóður eftir því að við komum til hans. Sýnum öðrum þolinmæði og biðjum aðra um að sýna okkur þolinmæði. Allt hefur sinn tíma. Allir þurfa sinn tíma til þess að gera það sem þeir eru að gera, allir gera hlutina misjafnlega hratt. Á meðan að góður hugur er á bak við það sem verið er að gera í það og það skiptið þá verða allir að sýna hver öðrum þolinmæði á meðan að verkið er unnið.

Verkið getur verið heima við, í vinnunni, á meðal vina og/eða ættingja.

Sýnum kærleiki í verki með því að vera þolinmóð; veita öðrum frið til þess að ljúka sínum verkum á þeim tíma sem aðstæður, persónuleiki, kunnátta, þekking og jákvæð vinna við verkið krefst.

Guð er þolinmóður og hans vilja er að við séum sem líkust honum. 

Gefum öðrum því þolinmóðann kærleik.

Gangið á Guðs "þolinmóðum" vegum og sjáðu frið færast yfir líf þitt!