Saturday, October 27, 2012



Biðjum um vægð gegn jarðskjálftum á Íslandi

Sameinumst í góðverki vegna yfirvofandi jarðskjálfta á landinu okkar góða. Sameinumst, hver í sínu lagi, í bæn klukkan 20:00 á hverju kvöldi þar til "áhættuástandi" lýkur. Setjumst niður hvar sem við erum stödd og biðjumst fyrir í 1-10 mínútur.

Þar sem hópar eru samankomnir, á hvaða stað eða tíma sem er, þá væri stórkostlegt að taka stutta stund, loka augunum og biðja sameiginlega eða hver fyrir sig í huganum.

Dæmi um bændir geta verið:

1. "Góða móðir jörð, ég þakka þér fyrir gjafir þínar; vistarveru okkar jarðarbúa, heimila okkar sem gerð eru úr afurðum jarðarinnar, fatnaðar okkar sem gerður er úr afurðum þínum og/eða úr því sem lifandi er og nærist á næringu frá þér og næringarafurðum okkar allra sem unnin eru úr næringarríki þínu. Við biðjum þig að þyrma okkur þannig að sem minnskur jarðskjálftaskaði verði á landinu okkar fallega, Íslandi. Amen."

2. "Góða almætti, fyrirgef okkar allar syndir okkar og lát ekki skjálfta hræða okkur og börnin okkar. Þyrm okkur og eignum okkar." Amen.

3. "Góði Guð, leið okkur heil, og hélst frá, náttúruhamförum á Íslandi. Amen."


Amen þýðir "megi svo verða" sem þýðir að við förum þess á leit við Guð að við séum bænheyrð."

Með ósk um að við göngum öll á Guðs vegum, að ljós hans umvefji okkur öll, og allt sem lifandi er, á landinu okkar góða.  

No comments:

Post a Comment