Wednesday, October 24, 2012


Hvernig er hægt að æfa sig í að sjá og heyra Guð?

Með bænum, hugleiðslum og "samveru" við Guð.

Bænir:

Biðja Guð um leiðsögn í lífinu, biðja um að verkefni leysist á sem bestann hátt, biðja fyrir vinum og fjölskyldu.

Hugleiðslur:

Til eru margar gerðir af hugleiðslu en hugleiðslur miða að því að kyrra hugann, finna innri ró, finna sjálfa/nn sig og tengingu við almættið, það sem er og við erum öll hluti af.

Hægt er að læra hugleiðslur víða:

Kristna íhugun / kyrrðarbæn er hægt að læra gjaldfrítt. Sjá heimasíðuna www.kristinihugun.is

Raja jóga hugleiðslu er hægt að læra gjaldfrítt. Sjá heimasíðuna Bhrama Kumaris Lótushúss www.lotushus.is

Innhverfa íhugun er hægt að læra gegn námskeiðsgjaldi. Sjá heimasíðuna www.ihugun.is

Allar ofangreindar íhugunar/hugleiðsluaðferðir eru viðhafðar sitjandi í stól í hefðbundnum fötum en einnig er hægt að hugleiða í gegnum jógaiðkun, til dæmis Kundalini jóga, og þá á dýnum á gólfi í jógafötum eða þægilegum fötum. Hægt er að læra þær jógahugleiðsluaðferðir m.a. hjá Andartaki, www.andartak.is og hjá Jógasetriwww.jogasetrid.is

Bænir og hugleiðslur eru leiðir til að dýpka samveru við Guð. Samvera við Guð þýðir að kærleikur, virðing og traust ríkir á milli manneskju og Guðs. Við manneskjurnar getum þannig leitað til Guðs sem vinar okkar og   lífsgjafa okkar og því oftar sem við eigum á þann hátt samband við Guð því sterkari verður vináttan og traustið þar á milli. Þetta er eins og með okkur manneskjurnar, við verðum að þekkjast til að vinátta og traust ríki og því meira sem við þekkjum hvort annað því dýpri vinátta og kærleikur verður til staðar og því meira traust verður í vináttusambandinu.

No comments:

Post a Comment