Tuesday, October 16, 2012


Orðin sem Guð boðaði, sendi okkur, sem leiðsögn í lífi okkar. Hann ætlast til þess að við við meðtökum þau með augum okkar og eyrum, sjáum þau og hlustum á þau, því hann sendi okkur þessi lærdómsorð af einskærri ást sinni til okkar. 

Hvernig getum við sem best aðlagað líf okkar að þeim? 

Í Efri línunni eru boðorðin eins og þau birtast í biblíunni.
Í neðri línunni er leitast við að færa þau orð í nútímalegra horf.


Boðorðin 10

1. Ég er Drottinn, Guð þinn, þú skal ekki aðra guði hafa.
1. Gerðu upp við hjáguðina og lifðu fyrir og í kærleika Guðs.

2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma.
2. Notaðu fúslega nafn Guðs og biddu um styrk hans – en til góðra verka.

3. Halda skaltu hvíldardaginn heilagan.
3. Unntu þér reglulegrar hvíldar og tíma til andlegrar íhugunar.

4. Heiðra skaltu föður þinn og móður.
4. Auðsýndu foreldrum þínum virðingu og kærleika. Láttu börnin þín njóta þess sama.

5. Þú skalt ekki mann deyða.
5. Verndaðu lífið og hlúðu að því í öllum myndum.

6. Þú skalt ekki drýgja hór.
6.
Vertu maka þínum trú/r.

7. Þú skalt ekki stela.
7. Berðu virðingu fyrir eigum og réttindum annarra.

8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
8. Vertu áreiðanleg/ur í hugsunum, orðum og verkum. Efndu loforð þín og baktalaðu engan.

9. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.
9. Berstu gegn öfund og löngun til að eignast alla hluti.

10. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þjón, þernu, fénað né nokkuð það sem náungi þinn á.
10.
Samfagnaðu meðbróður þínum þegar honum vegnar vel í lífinu.

Ofangreindar nýjar skilgreiningar eru af vefnum http://www.tru.is  

Hægt er að prenta út boðorðin og hengja á ísskápinn, setja í ramma og hengja upp eða setja á annann þann stað sem er aðgengilegur svo hægt sé að líta á þau við og við á meðan verið er að læra þau og gera þau meðvituð í lífi okkar! 

No comments:

Post a Comment