Friday, October 19, 2012


Gildin

Gildin í lífinu hjálpa hverjum og einum við að hafa viðmið til að fara sem best í gegnum lífið. 
  
      Hægt er að skrifa niður gildin sín og síðan ef á þarf að halda þá kíkja á gildin áður en ákvörðun er tekin um ýmislegt. Skoða sem sagt hvort það sem býðst að gera, framkvæma, samræmist gildum manns og taka afstöðu til samræmis við það.

Gildin í kringum mann

Hvernig getum við unnið með gildi? Fjölskyldan, skólahópurinn eða vinnuhópurinn getur sest niður saman og hver og einn skrifar niður á litla miða sín gildi.   Hægt er að taka fyrir eitt gildi í einu. Síðan les hver og einn upp það sem hann skrifaði, eitt gildi í einu, þetta gengur hring eftir hring þangað til búið er að lesa upp alla miðana. Hægt er að taka þetta saman og búa til sína “heiðarleika” setningu og svo má áfram telja. Þannig verða til „Gildi fjölskyldunnar, skólahópsins eða vinnuhópsins “ sem síðan væri hægt að setja upp á blað, prenta út og setja upp á vegg eða bara á ísskápinn.

Hér fyrir neðan sjáum við 10 efstu gildi, efst það stigahæsta, Þjóðfundarins í Laugardalshöll, www.thjodfundur2009.is,  sem haldinn var í nóvember 2009 í Laugardalshöllinni í Reykjavík.             


  1. Heiðarleiki
  2. Virðing
  3. Réttlæti
  4. Jafnrétti
  5. Frelsi
  6. Kærleikur
  7. Ábyrgð
  8. Fjölskyldan
  9. Lýðræði
  10. Jöfnuður
Þeir sem stóðu að Þjóðfundinum 2009 tengdu 12 stigahæstu gildin við 12 mánuði ársins til að ýta undir notkun gildanna í samfélaginu.   

Heiðarleiki – gildi janúarmánaðar

Virðing – gildi febrúarmánuðar

Réttlæti – gildi marsmánaðar

Jafnrétti – gildi aprílmánaðar

Frelsi – gildi maímánaðar

Kærleikur – gildi júnímánaðar

Ábyrgð – gildi júlímánaðar

Fjölskyldan – gildi ágústmánaðar

Lýðræði – gildi septembermánaðar

Jöfnuður – gildi októbermánaðar 

Sjálfbærni – gildi nóvembermánaðar

Traust – gildi desembermánaðar

Gildin voru síðan svo skemmtilega skilgreind af Þjóðkirkjunni en hægt er að skoða þær skilgreiningar á vef Þjóðkirkjunnar,www.tru.is 



Gildi Þjóðfundar um menntamál

Gleði – virðing – sköpun

eru gildin þrjú sem komu fram sem lykilgildi á þjóðfundinum  um menntamál, www.menntafundur.ning.com, sem haldinn var í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, við Stakkahlíð í Reykjavík, í febrúar 2010.

Ef til staðar er gleði, virðing fyrir sjálfum sér og öðrum sem og farvegur til sköpunar þá gengur lífið mikið betur fyrir sig!



No comments:

Post a Comment