Thursday, October 18, 2012


Dyggðirnar sjö


Eins og þær eru þekktar og notaðar á Íslandi


1.       Viska
2.       Hófstilling (stilla öllu í hóf)
3.       Hreysti (hugrekki)
4.       Réttlæti
5.       Trú
6.       Von
7.       Kærleikur

Kærleikurinn er mikilvægastur dyggðanna sjö því hann er grunnurinn að því sem við erum. Að gefa af sér til annarra er það mikilvægasta sem hver og einn einstaklingur getur gert. Auðvitað þarf hver og einn ekki síður að hugsa um sjálfan sig og að sjá sér farborða og rækta sjálfan sig til að getað hjálpað öðrum.  

Áður voru dyggðir þær fjóru fyrstu en síðan bættust við kristnu dyggðirnar; trú, von og kærleikur.

Þórunn Valdimarsdóttir tók saman dyggðirnar sjö að fornu og nýju í tilraun sinni til að skýra úr þróun dyggðanna.  Við skulum líta á samantekt hennar og skilgreiningu:  Dyggðir eru bæði í heimspekilegum og trúarlegum skilningi eiginleikar sem menn hafa trúað að hægt væri að tileinka sér og jafnvel rækta og efla þar með vellíðunarþátt lífsins á varanlegan hátt. Þetta á jafnt við um fornu dyggðirnar sjö: visku, hófstillingu, hugrekki, réttlæti, trú, von og kærleika og nútímadyggðirnar sjö: hreinskilni, dugnað, heilsu, heiðarleika, jákvæðni, traust, vináttu/fjölskyldu.   Ástundun samtímadyggða kemur í veg fyrir vandræði á vegi lífsins og eykur vellíðan.   Tvær nýju dyggðanna eru trúarlegar eða tilfinningalegar, jákvæðnin og traustið, hinar tengjast atferli.   Atferlisdyggðirnar mynda öruggan ramma um lífið, veita heilbrigð skilyrði, koma í veg fyrir árekstra og veita því vellíðan, því er ekki hægt að neita þegar venjulegt samtímafólk á í hlut.   Það er jú þessvegna sem þetta eru dyggðir!   

No comments:

Post a Comment